Fætur aldraðra.
Inngangur.
Fæturnir eru stoðir líkamans.
Þeir eru undirstaða líkamans eins og allir vita og í öllum eðlilegum tilfellum eru það þeir sem hafa borið okkur á þá staði sem við höfum farið um og förum frá vöggu til grafar ef allt er eðlilegt. Það er ekki þar með sagt að við höfum virt fætur okkar að sama skapi, það er langt í frá. Fátækt, sparnaður, níska, forgangsröðun og ekki síst tískustraumbylgjur kynslóðanna hafa þar ráðið miklu, þeim hefur að jafnaði verið haldið ofan í lokuðum skóm oft á tíðum þröngum, skældum, ljótum, óþægilegum daginn út og daginn inn hvort sem þeim líkaði betur eða ver. Mörg okkar, sérstaklega þeir sem eru komnir á efri ár bera glögglega merki þessarar meðferðar á fótum sínum og kemur þar inn í afleiðingar frá uppvexti eldra fólks eins og kal á fótum sem var nokkuð algengt og skófatnaður eins og kúskinnsskór sem voru hannaðir eins og eftir nýjustu tísku í dag, þröngir, þunnir og támjóir. Ef skótíska liðinna alda er skoðuð er það með eindæmum hvað hún hefur oftast verið támjó en ekki löguð eftir lagi fótarins, þetta hefur trúlega þótt frá örófi alda fallegra og dæmi hver fyrir sig.
Fótavandamál.

Sílicon meðferðir.
Tágómar og tanngómar.

Daglegar æfingar.
Gerðu hverja æfingu minnst 10 sinnum tvisvar á dag
Snúðu öklunum 10 sinnum rangsælis og réttsælis.
Beygðu öklann upp og niður.
Krepptu og réttu úr tánum.
Glenntu tærnar í sundur og dragðu þær saman.
Tíndu hluti upp úr gólfinu með tánum.
Ef þú getur settu annann fótinn upp á hnéið, snúðu öklanum og hverri tá með hendinni,
Settu fingurnar milli tánna til að glenna þær betur í sundur.
Gerðu allt sem þér dettur í hug sem gæti verið gott fyrir fæturnar,
Kreistu saman rasskinnarnar og dragðu frá þér andann um leið, þegar þú getur ekki meir losar þú um rassvöðvanna og dregur djúpt inn andann. Endurtaktu þatta 10 sinnum tvisvar á dag. Það örvar blóðstreymið til fótanna gott fyrir kaldar fætur og hentar vel fólki sem situr mikið við tölvu eða hreyfir sig lítið. Ódýr og árangursrík æfing.
Niðurlag.
Um mikilvægi fótaæfinga er aldrei of oft kveðið. Það getur skipt sköpum með líkamsástand okkar um aldur og ævi, hvernig við þjálfum fætur okkar. Því miður er ástand yngri kynslóðanna oft á tíðum bagalegt, vandamál að koma upp sem ekki hafa þekkst áður, skapast það af skófatnaði,”alltof góðum skófatnaði” sem börnin fá áður en þau komast af skriðaldrinum, fæturnir og jafnvægið fær ekki að stælast, þjálfast eins og þeim er eðlilegt fyrstu tvö árin, þau eru komin í göngugrindina í fílaskónum sínum með stífum botni og neðsti liðurinn sem hreyfist er hnjáliðurinn. Það er margt meira um þessi mál að segja sem ekki eiga heima hér. Þetta verða ma. vandamál framtíðarinnar þegar þessar fætur fara gefa sig og verða gamlar og lúnar.
Eygló Þorgeirsdóttir
Fótaaðgerðarfræðingur.