Heimasíða Shiatsufélags Íslands
Shiatsufélag Íslands
Shiatsufélag Íslands (SFÍ) var stofnað 8. apríl 2005 með þriggja manna stjórn og er aðildarfélag að BÍG. Bandalagi Íslenskra græðara Félagssamtökin eru ung hér á landi en leggja metnað sinn í að standa vörð um hag félagsmanna og störf þeirra, þannig að menntunarkröfur standist okkar viðmiðunarlönd. Viljum við í framtíðinni þannig stuðla að því að þeir einstaklingar sem til landsins koma með þessa menntun standist kröfur félagsins þar sem nám í þessum fræðum er ekki enn til staðar hér á landi. Hvetja þannig með því til framþróunar og mynda á þann hátt öflugan faglegan hóp shiatsumeðferðaraðila hér á Íslandi. Innan félagsins eru siðareglur og situr fulltrúi þar.
Shiatsu byggist á aldagömlum kínversk/japönskum hugmyndafræðum um flæði lífsorkunnar (ki) sem liggur eftir sérstökum rásum (meridians) um líkamann og hjálpar til við að viðhalda líkamsstarfseminni. Meðal annars að styrkja ónæmiskerfið, taugakerfið, draga úr streitu og auka lífskraft ásamt því að bæta hugarstarfsemina og hefur góð áhrif á svefn. Shiatsu gerir einstaklinginn meðvitaðri um eigið líkams- og sálarástand þar sem hann er ábyrgur gerandi varðandi líf sitt og heilsu.
Í Shiatsumeðferð er þrýstingi og mjúku togi beitt á ákveðin hátt með fingrum, lófum, á orkubrautir líkama þess er þiggur meðferðina. Þrýstingurinn stuðlar að auknu jafnvægi orkuflæðis um líkamann og leysir, um leið, úr læðingi djúpa spennu sem safnast hefur fyrir í líkamanum. Skjólstæðingur klæðist þægilegum fatnaði meðan á meðferð stendur.